Fótbolti

Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola í stúkunni í kvöld eftir að hann var rekinn af bekknum.
Guardiola í stúkunni í kvöld eftir að hann var rekinn af bekknum. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik.

City tapaði leiknum í kvöld 2-1 og einvíginu samnlagt 5-1 en City komst 1-0 yfir snemma leiks. Undir lok fyrri hálfleiks var mark dæmt af City vegna rangstæðu sem var rangur dómur.

Það var Guardiola ósáttur með og lét dómarann heyra það. Það gekk ekki betur en það að hann var sendur upp í stúku og stýrði liðinu ekki í síðari hálfleik.

„Ég sagði að þetta hafi verið mark þegar boltinn var sendur á Leroy Sane. Það er þess vegna að hann rak mig útaf. Það hefði verið annað að fara inn í hálfleik með 2-0,” sagði Guardiola hundfúll.

„Það hefði verið öðruvísi ef það hefði verið dæmd rangstæða í markinu hans Salah á Anfield. Það hefði verið öðruvísi ef Jesus hefði ekki verið dæmdur rangstæður á Anfield. Í svona keppni eru liðin svo jöfn og áhrif dómaraákvarðana eru svo mikilvæg.”

„Við förum bara af stað aftur á næsta tímabili. Hamingjuóskir til Liverpool og vonandi geta þeir verið verðugur fulltrúi Englands í undanúrslitunum,” sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×