Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2018 13:00 Hér sjást þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar Alþingi var sett í desember síðastliðnum. visir/ernir Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira