Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 12:42 Iceland sérhæfir sig í frosnum vörum. Ekki verður lengur pálmaolía í vörum sem eru merktar keðjunni. Vísir/Getty Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45