Yulia Skripal farin af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2018 07:51 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Yulia Skripal, dóttir Sergei Skripal, er hefur yfirgefið sjúkrahúsið hún var flutt á eftir að hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Englandi í síðasta mánuði. Þau höfðu orðið fórnarlömb taugaeitursárásar. Sergei er enn á sjúkrahúsi en er ástand hans sagt sífellt batnandi.Samkvæmt heimildum BBC hefur Yulia verið flutt leynilegan stað. Feðginin urðu fyrir taugaeitri þann 4. mars og var eitrað fyrir þeim á heimili þeirra. Taugaeitrið Novichok fannst á hurðarhúni hússins og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússar segjast hins vegar saklausir og hafa sakað Beta og önnur Vesturlönd um blekkingarleiki í málinu. Meðal þess sem þeir hafa sagt er að Bretar séu að nota feðginin til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vilja fund með Boris Johnson Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. 7. apríl 2018 14:45 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Yulia Skripal, dóttir Sergei Skripal, er hefur yfirgefið sjúkrahúsið hún var flutt á eftir að hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Englandi í síðasta mánuði. Þau höfðu orðið fórnarlömb taugaeitursárásar. Sergei er enn á sjúkrahúsi en er ástand hans sagt sífellt batnandi.Samkvæmt heimildum BBC hefur Yulia verið flutt leynilegan stað. Feðginin urðu fyrir taugaeitri þann 4. mars og var eitrað fyrir þeim á heimili þeirra. Taugaeitrið Novichok fannst á hurðarhúni hússins og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússar segjast hins vegar saklausir og hafa sakað Beta og önnur Vesturlönd um blekkingarleiki í málinu. Meðal þess sem þeir hafa sagt er að Bretar séu að nota feðginin til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit. Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar vilja fund með Boris Johnson Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. 7. apríl 2018 14:45 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Rússar vilja fund með Boris Johnson Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. 7. apríl 2018 14:45
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21