Flugvélin var á leið frá Mumbai til borgarinnar Jaipur en sneri til baka stuttu eftir flugtak. Í myndböndum sem farþegar vélarinnar deildu á Twitter má sjá súrefnisgrímur hangandi fyrir ofan sætin. Þá birti einn farþegi vélarinnar, Satish Nair, mynd af sér þar sem blæðir úr nefi hans. Hann sagði jafnframt að „öryggi farþega hafi verið virt gjörsamlega að vettugi.“
Panic situation due to technical fault in @jetairways 9W 0697 going from Mumbai to Jaipur. Flt return back to Mumbai after 45 mts. All passengers are safe including me. pic.twitter.com/lnOaFbcaps
— Darshak Hathi (@DarshakHathi) September 20, 2018
@jetairways Flight 9W 697 made an emergency landing back in Mumbai. Airplane lost pressure immediately after taking off...scores of passengers including me bleeding from nose....no staff to help...no announcement on board to wear the oxygen mask.passengersafety completelyignored pic.twitter.com/vO9O95aMCP
— Satish Nair (@satishnairk) September 20, 2018
Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að allir farþegarnir 166 um borð í vélinni hafi komist heilir og höldnu inn í flugstöðina við lendingu. Þá hafi verið gert að sárum nokkurra farþega vegna blóðnasa og verkja í eyrum.