Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 18:04 Dmitry Peskov er talsmaður Rússlandsforseta. Vísir/AFP Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. Hann segir að þær hefðu átt að stíga fram fyrr. Dimitry Peskov er talsmaður Putin og lét hann ummælin falla á umræðufundi sem haldinn var í Moskvuháskóla. Var Peskov spurður út í mál rússneska þingmannsins Leonid Slutsky sem stendur frammi fyrir svipuðum ásökunum og Weinstein í Rússlandi. Sagði Peskov að ásakanirnar á hendur Slutsky væru sannar hefðu konurnar sem sakað hafa hann um kynferðislega áreitni að stíga fram mun fyrr. Taldi hann mögulegt að konurnar hafi stigið fram nú vegna þess að það væri „í tísku“ vegna umræðu um Weinstein. Sagði hann einnig að mál Slutsky minnti sig mjög á mál Weinstein og lét Petkov vændiskonuummælin falla er hann ræddi um Weinstein. „Kannski er hann drullusokkur en engin af þeim fór til lögreglu og sagði „Weinstein nauðgaði mér.“ Nei, þær vilja tíu milljónir dollara. Hvað kallar maður konu sem sefur hjá manni fyrir tíu milljónir dollara? Kannski er þetta gróft hjá mér en það er vændiskona,“ sagði Petkov. Yfir 50 konur hafa stigið fram og sakað Weinsein um ýmis brot, allt frá kynferðislegri áreitni til nauðgunar, en meðal þeirra sem sakað hafa Weinstein um brotin eru leikkonurnar Rose McGowan, Ashley Judd og Mira Sorvino. Weinstein er einnig sagður hafa komið upp umfangsmikilli starfsemi til þess að koma í veg fyrir að konurnar myndu stíga fram og greina frá ásökununum. Mál Harvey Weinstein Rússland Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. Hann segir að þær hefðu átt að stíga fram fyrr. Dimitry Peskov er talsmaður Putin og lét hann ummælin falla á umræðufundi sem haldinn var í Moskvuháskóla. Var Peskov spurður út í mál rússneska þingmannsins Leonid Slutsky sem stendur frammi fyrir svipuðum ásökunum og Weinstein í Rússlandi. Sagði Peskov að ásakanirnar á hendur Slutsky væru sannar hefðu konurnar sem sakað hafa hann um kynferðislega áreitni að stíga fram mun fyrr. Taldi hann mögulegt að konurnar hafi stigið fram nú vegna þess að það væri „í tísku“ vegna umræðu um Weinstein. Sagði hann einnig að mál Slutsky minnti sig mjög á mál Weinstein og lét Petkov vændiskonuummælin falla er hann ræddi um Weinstein. „Kannski er hann drullusokkur en engin af þeim fór til lögreglu og sagði „Weinstein nauðgaði mér.“ Nei, þær vilja tíu milljónir dollara. Hvað kallar maður konu sem sefur hjá manni fyrir tíu milljónir dollara? Kannski er þetta gróft hjá mér en það er vændiskona,“ sagði Petkov. Yfir 50 konur hafa stigið fram og sakað Weinsein um ýmis brot, allt frá kynferðislegri áreitni til nauðgunar, en meðal þeirra sem sakað hafa Weinstein um brotin eru leikkonurnar Rose McGowan, Ashley Judd og Mira Sorvino. Weinstein er einnig sagður hafa komið upp umfangsmikilli starfsemi til þess að koma í veg fyrir að konurnar myndu stíga fram og greina frá ásökununum.
Mál Harvey Weinstein Rússland Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36