Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 18:04 Dmitry Peskov er talsmaður Rússlandsforseta. Vísir/AFP Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. Hann segir að þær hefðu átt að stíga fram fyrr. Dimitry Peskov er talsmaður Putin og lét hann ummælin falla á umræðufundi sem haldinn var í Moskvuháskóla. Var Peskov spurður út í mál rússneska þingmannsins Leonid Slutsky sem stendur frammi fyrir svipuðum ásökunum og Weinstein í Rússlandi. Sagði Peskov að ásakanirnar á hendur Slutsky væru sannar hefðu konurnar sem sakað hafa hann um kynferðislega áreitni að stíga fram mun fyrr. Taldi hann mögulegt að konurnar hafi stigið fram nú vegna þess að það væri „í tísku“ vegna umræðu um Weinstein. Sagði hann einnig að mál Slutsky minnti sig mjög á mál Weinstein og lét Petkov vændiskonuummælin falla er hann ræddi um Weinstein. „Kannski er hann drullusokkur en engin af þeim fór til lögreglu og sagði „Weinstein nauðgaði mér.“ Nei, þær vilja tíu milljónir dollara. Hvað kallar maður konu sem sefur hjá manni fyrir tíu milljónir dollara? Kannski er þetta gróft hjá mér en það er vændiskona,“ sagði Petkov. Yfir 50 konur hafa stigið fram og sakað Weinsein um ýmis brot, allt frá kynferðislegri áreitni til nauðgunar, en meðal þeirra sem sakað hafa Weinstein um brotin eru leikkonurnar Rose McGowan, Ashley Judd og Mira Sorvino. Weinstein er einnig sagður hafa komið upp umfangsmikilli starfsemi til þess að koma í veg fyrir að konurnar myndu stíga fram og greina frá ásökununum. Mál Harvey Weinstein Rússland Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. Hann segir að þær hefðu átt að stíga fram fyrr. Dimitry Peskov er talsmaður Putin og lét hann ummælin falla á umræðufundi sem haldinn var í Moskvuháskóla. Var Peskov spurður út í mál rússneska þingmannsins Leonid Slutsky sem stendur frammi fyrir svipuðum ásökunum og Weinstein í Rússlandi. Sagði Peskov að ásakanirnar á hendur Slutsky væru sannar hefðu konurnar sem sakað hafa hann um kynferðislega áreitni að stíga fram mun fyrr. Taldi hann mögulegt að konurnar hafi stigið fram nú vegna þess að það væri „í tísku“ vegna umræðu um Weinstein. Sagði hann einnig að mál Slutsky minnti sig mjög á mál Weinstein og lét Petkov vændiskonuummælin falla er hann ræddi um Weinstein. „Kannski er hann drullusokkur en engin af þeim fór til lögreglu og sagði „Weinstein nauðgaði mér.“ Nei, þær vilja tíu milljónir dollara. Hvað kallar maður konu sem sefur hjá manni fyrir tíu milljónir dollara? Kannski er þetta gróft hjá mér en það er vændiskona,“ sagði Petkov. Yfir 50 konur hafa stigið fram og sakað Weinsein um ýmis brot, allt frá kynferðislegri áreitni til nauðgunar, en meðal þeirra sem sakað hafa Weinstein um brotin eru leikkonurnar Rose McGowan, Ashley Judd og Mira Sorvino. Weinstein er einnig sagður hafa komið upp umfangsmikilli starfsemi til þess að koma í veg fyrir að konurnar myndu stíga fram og greina frá ásökununum.
Mál Harvey Weinstein Rússland Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36