Alið er á ótta á samfélagsmiðlum og lygum dreift þar um harmleikinn í síberísku borginni Kemerovo, þar sem að minnsta kosti 64 fórust í eldsvoða í verslunarmiðstöð á sunnudag. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, þegar hann fundaði með Alexander Bastríkín, sem leiðir rannsóknina á brunanum, í gær.
Mótmæli hafa geisað á götum Kemerovo undanfarna daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Pútíns. Hafa mótmælendur kennt yfirvöldum um að jafn illa fór og raun ber vitni. Sumir telja jafnvel að mun fleiri hafi farist, allt að 400 og að yfirvöld séu að fela lík þeirra.
Pútín sagði það að auki að kanna þyrfti hverja einustu staðhæfingu. „Við höfum tekið eftir því að röngum upplýsingum er dreift á samfélagsmiðlum, aðallega af erlendum aðilum. Það er gert til að ala á ótta og vantrausti í garð yfirvalda.“
Pútín segir alið á ótta í Síberíu

Tengdar fréttir

Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu
Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum.

Þúsundir mótmæltu sinnuleysi yfirvalda í Kemerovo
Mótmælendur kröfðust afsagnar Pútíns Rússlandsforseta í dag.

Talið að flestir hinna látnu séu börn
Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær.

Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum
Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn .