Erlent

Sekta þá sem kusu ekki

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans.
Fátt stendur í vegi fyrir endurkjöri forsetans. VÍSIR/AFP
Þeir Egyptar sem ekki tóku þátt í forsetakosningunum sem lauk í gær verða sektaðir um 500 egypsk pund, andvirði um 3.000 króna. Þetta tilkynnti talsmaður yfirkjörstjórnar í gær. „Lögum samkvæmt verður hver sá kjósandi sem ekki tekur þátt í lýðræðisferlinu samstundis sektaður um 500 pund,“ hafði ríkismiðillinn Stöð 1 eftir talsmanninum.

Nærri 60 milljónir Egypta eru á kjörskrá. Búist er við því að Abdel Fattah al-Sisi forseti nái endurkjöri en andstæðingur hans er hinn lítt þekkti Moussa Mostafa Moussa. Sá safnaði meðmælum fyrir framboð Sisi og hafa stjórnmálaskýrendur og stjórnarandstæðingar kallað hann strengjabrúðu Sisi. Hann sé í framboði til að láta kosningarnar líta út fyrir að vera lýðræðislegar og til þess að auka kjörsókn. Aukinheldur leikur vafi á að hann hafi greitt sjálfum sér atkvæði.


Tengdar fréttir

Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum

Forsetakosningar í Egyptalandi standa nú yfir. Nær öruggt að Sisi nái endurkjöri. Andstæðingur sagður leiksoppur stjórnvalda, er stuðningsmaður Sisi. Stjórnarandstæðingum meinað að bjóða siForsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. fram. Lokað á gagnrýna fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×