Handbolti

Ágúst tekur við Færeyjum: „Þetta er gerlegt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Jóhannsson er tekinn við sem landsliðsþjálfari Færeyja í handbolta kvenna. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Færeyinga.

„Þau höfðu samband við mig fyrir tíu dögum síðan og ég fór út að skoða aðstæður. Mér leist vel á þetta og planið hjá þeim að byggja upp á næstu árum,”

„Þetta var stuttur aðdragandi og aldrei spurning í mínum huga. Þetta er lið með fullt af góðum leikmönnum í yngri landsliðum og landsliðið er á góðum aldri.”

Ágúst mun þjálfa færeyska landsliðið ásamt því að þjálfa Val í Olís-deild kvenna en Ágúst var til margra ára þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

„Ég mun þjálfa Vals-liðið áfram og þar er ég með gott fólk með mér. Sama úti í Færeyjum. Ég hef gert þetta áður og með góðu skipulagi er þetta gerlegt.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×