Háspenna og hárbeittur húmor í sumarsmellunum sem eru handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 14:40 Margir bíða spenntir eftir þessum myndum. Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein