Lögreglufulltrúinn fær lægri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 15:34 Hæstiréttur er harðorður í garð lögreglustjóra í dómi sínum. Fréttablaðið/Anton Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira
Hæstiréttur hefur lækkað miskabætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Miskabæturnar fara úr 2,2 milljónum niður í 1,5 milljónir. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar á síðasta ári á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér.Mál hans á sér langan aðdraganda líkt og rakið var ítarlega í frétt Vísis á síðasta ári en orðrómur var uppi innan lögreglunnar um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum.Virtist málinu lokið eftir að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir því að ásakanir í hans garð væru rannsakaðar og Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Fréttablaðið/ErnirFletti skýrslu Karl Steinars Málið blossaði hins vegar upp á nýjan leik árið 2015 og svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Var ráðist í svokallaða innanhúsathugun þar sem ásakanirnar á hendur manninum voru rannsakar. Tveir lögreglumenn sáu um athugunina.Eftir að lögreglumennirnir skiluðu inn skýrslu um ásakanirnar var hann fluttur til í starfi nokkrum sinnum. Rétt fyrir áramót 2015 tók ríkissaksóknari hins vegar ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum fulltrúans. Var maðurinn fluttur aftur til í starfi en nokkrum dögum síðar veitt tímabundin lausn frá starfi.Sú rannsókn skilaði hins vegar engu og fór maðurinn í mál við íslenska ríkið þar sem honum voru að lokum dæmdar 2,2 milljónir í miskabætur. Því máli var áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar er Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknar Karls Steinars árið 2012 en fyrir dómi sagðist hún aðeins hafa „flett“ skýrslu hans. Henni hafi hins vegar borið að láta fara fram ítarlega rannsókn en ekki „innanhúsathugun.“HæstirétturVísir/Vilhelm„Á lögreglustjóra hvíldi sérstaklega rík skylda til að rannsaka sannleiksgildi þeirra ávirðinga sem á stefnda voru bornar og gæta meðalhófs við töku ákvörðunar sinnar, ekki síst í ljósi þess að stefndi hafði nokkrum árum áður sætt slíkum áburði, án þess að fyrir honum væri nokkur fótur, eins og rakið var í áðurnefndu minnisblaði fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns 2012,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar sem lögreglustjóri hafi þegar verið búinn að flyja fulltrúann til í starfi hafi ekki verið þörf á því að „að grípa til svo afdrifaríkrar ákvörðunar sem tímabundin lausn úr starfi er og gekk hún því lengra en efni stóðu til og fór þannig í bága við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar,“ líkt og segir í dómi Hæstaréttar. Var fulltrúanum því dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur auk þess sem að íslenska ríkið þarf að greiða 2,5 milljón króna málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana Sjá meira