Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 14:57 Aldís Hilmarsdóttir Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00