Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira