Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Nýtt lagafrumvarp að breskri fyrirmynd um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum verður lagt fram á Alþingi á morgun. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Við greinum líka frá því að Matvælastofnun vill aflífa á fjórða hundrað skrautfugla sem fluttir voru inn frá Hollandi því sníkjudýr fannst í einum þeirra.

Þá fjöllum við áfram um aðgerðir gegn Rússum en um eitt hundrað rússneskir erindrekar verða reknir úr tuttugu ríkjum á næstunni. Samstaða er á Íslandi um aðgerðir gegn Rússum.

Við við fjöllum líka um mál kanadísks námsmanns sem var synjað um dvalarleyfi en ákvörðun um synjun má rekja til mannlegra mistaka sem Útlendingastofnun harmar.

Þá fjöllum við um svokallaða deilibíla en um þrjú hundruð manns nota reglulega slíka bíla á höfuðborgarsvæðinu og er öll þjónusta vegna þeirra veitt í gegnum app.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×