Innlent

Bíll tengdaforeldra Ómars kom í leitirnar

Jakob Bjarnar skrifar
Ómar er kátur enda fannst bíll tengdó óskemmdur á óræðum stað í Kópavogi.
Ómar er kátur enda fannst bíll tengdó óskemmdur á óræðum stað í Kópavogi.
Uppi varð fótur og fit í fjölskyldu lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar þegar í ljós kom að bíll tengdaforeldra hans var horfinn. Þegar tengdamóðir Ómars, sem starfar í Glæsibæ, ætlaði að aka heim greip hún í tómt.

Vísir sagði fyrir nokkru af mikilli leit sem Ómar stóð fyrir á netinu og gaman að segja frá því að bíllinn kom í leitirnar. Hann fannst einhvers staðar í Kópavogi – en ekki hvar?

„Löggunni barst tilkynning frá athugulum vegfaranda sem líklega hafði séð fréttina í Vísi,“ segir Ómar hinn kátasti með lyktir mála.

Bíllinn var óskemmdur. „En hann hafði verið skilinn eftir opinn í skamma stund og eitt sætið var blautt. Sem var svo sem í lagi. Sökudólgurinn eða dólgarnir eru ófundnir. En, líklega voru þetta bara „joy-riders“ sem nenntu ekki að bíða eftir strætó þennan kalda og blauta dag,“ segir Ómar.

Spurður hvort ekkert mál sé að stela bílum sem þessum segir Ómar að líkast til hafi lyklunum verið hnuplað.

„Já, úr vasa tengdó á kaffistofunni. Hún hafði hleypt einhverjum piltum á klósettið um morguninn og þeir þökkuðu að öllum líkindum fyrir sig með þessum hætti.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×