Juventus er óstöðvandi Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2018 21:15 Dybala fagnar marki í kvöld. vísir/getty Juventus er áfram með sex stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Cagliari á heimavelli í kvöld. Það var ekki liðin ein mínúta er Juventus komst yfir á Allianz-leikvanginum í Tórínó en Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom þeim í 1-0. Nokkuð óvænt jöfnuðu gestirnir metin í fyrri hálfleik er Joao Pedro skoraði á 36. mínútu. Það tók Juve hins vegar tvær mínútur að komast aftur yfir en Filip Bradaric skoraði þá sjálfsmark. Í síðari hálfleik bættu svo meistararnir við einu marki en þá skoraði Juan Cuadrado þremur mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1 en Juventus er á toppi deildarinnar með 31 stig. Inter og Napoli eru í öðru og þriðja sætinu með 25. Cagliari er í þretánda sæti deildarinnar. Roma gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina en Roma er eftir jafnteflið með sextán stig í sjöunda sæti deildarinnar. Ítalski boltinn
Juventus er áfram með sex stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Cagliari á heimavelli í kvöld. Það var ekki liðin ein mínúta er Juventus komst yfir á Allianz-leikvanginum í Tórínó en Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom þeim í 1-0. Nokkuð óvænt jöfnuðu gestirnir metin í fyrri hálfleik er Joao Pedro skoraði á 36. mínútu. Það tók Juve hins vegar tvær mínútur að komast aftur yfir en Filip Bradaric skoraði þá sjálfsmark. Í síðari hálfleik bættu svo meistararnir við einu marki en þá skoraði Juan Cuadrado þremur mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1 en Juventus er á toppi deildarinnar með 31 stig. Inter og Napoli eru í öðru og þriðja sætinu með 25. Cagliari er í þretánda sæti deildarinnar. Roma gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina en Roma er eftir jafnteflið með sextán stig í sjöunda sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti