Skiptir máli hvernig umræðan í kringum kynferðisbrot fer fram Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 18:42 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“ Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“
Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Sjá meira