Leiðtogarnir samþykktu samninginn og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB eftir um klukkustundar langan fund.
EU27 has endorsed the Withdrawal Agreement and Political Declaration on the future EU-UK relations.
— Donald Tusk (@eucopresident) November 25, 2018
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. May bíður nú það verkefni að sannfæra breskan þingheim um ágæti samningsins.
Aðlögunartími
Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig byggður að nokkur tími mun líða þar til einstaklingar og fyrirtæki taka eftir stærri breytingum.Sérstakur aðlögunartími tekur við fram til ársloka 2020 með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika.
Sjá má bréf May til bresku þjóðarinnar að neðan.
My letter to the nation. #BackTheBrexitDeal pic.twitter.com/VGzNeeXoqg
— Theresa May (@theresa_may) November 24, 2018