Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2018 13:30 Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps sem er með aðsetur á Klaustri. Myndin var tekin á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í haust. Magnús Hlynur Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira