Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2018 09:09 Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Sigmund Davíð og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Sigmundur sagði þó ekkert um hvort hann væri með slíkar upptökur eða að hann vissi af tilvist þeirra. „Ég skal bara svara þessari spurningu almennt. Ef þessi siðanefnd núna vill kalla eftir upptökum þá væntanlega er hún að biðja um allar þær upptökur sem menn eiga af slíku og ég hugsa að þær muni þá einhverjar skila sér,“ sagði Sigmundur.Þannig að þú veist af því að það eru til upptökur af þingmönnum og ráðherrum öðrum en ykkur sexmenningum sem sátu þarna inni á barnum þar sem þeir eru að segja mjög svipaða hluti og var rætt á Klaustrinu? „Ég ætla bara að svara þessu almennt.“Nei segðu bara já eða nei. „Ég skal segja þér bara fyrir mitt leyti að ef það er vilji nefndarinnar að allt sem menn hafa sagt í einkasamtölum um félagann, sem eru hlutir sem eru fyrir neðan allar hellur, komi fram þá skal ég mæta fyrir nefndina og lýsa því nákvæmlega.“Orð sem hvergi heyrast hafi ekki afleiðingar Aðspurður hvað íslenskir stjórnmálamenn þurfi að gera af sér til að segja af sér sagði hann að hlutirnir þyrftu að vera settir í samhengi. „Þarna var um að ræða orð, ekki aðgerðir. Það var um að ræða orð sem þeir sem þau sögðu, sögðu í hugsanaleysingi eða æsingi.“ Sem er ófyrirgefanlegt.„Já algjörlega en orð sem áttu ekki að hafa neinar afleiðingar. Svo getum við skoðað gjörðir manna og orð sem þeir hafa opinberlega með það að markmiðið að þau hafi afleiðingar. Hvernig þingmenn og reyndar miklu fleiri leyfa sér sumir að tala opinberlega. Hvað þeir leyfa sér að segja á Facebook og hvað þeir gera því margir hafa auðvitað gert ýmislegt sem, af því þu nefnir útlönd, erlendis myndi leiða til afsagnar.“ En orð hafa afleiðingar.„Orð hafa afleiðingar já í þessu tilviki en á sama tíma hafa orð sem hvergi heyrast ekki afleiðingar.“Segist oft hafa orðið vitni að svipuðum aðstæðum Sigmundur sagðist jafnframt trúa því að menn geti notað mistök til að bæta sig. „Ef við tökum fótboltasamlíkingu að sá sem er búinn að skora sjálfsmark hefur mestan hvata af öllum leikmönnum til að bæta sig og gera betur. Þetta er gríðarlega sterkur hvati sem við höfum núna til að bæta okkur, fara yfir liðinn veg og bæta okkur. Við höfum einsett okkur þingmennirnir að láta þetta verða til þess að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu.“ Sigmundur tók undir að atvikið væri ekki til þess fallið að bæta ímynd Alþingis en sagðist sjálfur allt of oft hafa setið við svipaðar aðstæður og fylgst með umræðum. „Jafnvel bara haldið þeim gangandi og fylgst með því hvernig hlutirnir þróuðust til að fylgjast sem mest með því hvað menn eru að segja um náungann.“Hafi reynslu af samstarfi við fólk sem hafi sagt ljóta hluti um hann Aðspurður hvernig þetta hafi áhrif á störf þingsins og samstarf hans við aðra þingmenn segist hann hafa langa reynslu af því að vinna með fólki sem hafi sagt mjög ljóta hluti um hann. Kallað hann jafnvel ljótan, feitan og geðveikan. Í sumum tilvikum opinberlega. Í sumum tilvikum á fundum. Kallað mig einræðisherra, líkt mér við fjöldamorðingja. Sagt ótrúlega rætna hluti í einkasamtölum í aðdraganda flokksþing, hringt í kjördæmið mitt og bert út sögur um mið. Heyrt brandara sem eru sagðir um mig í öðrum flokkum sem margir hverjir eru neðanbeltis og mjög svartir,“ segir hann. „En þetta er eðli þessa vinnustaðar að þar verður fólk að vinna saman sem er ekki alltaf sammála og jafnvel hefur lent í illindum. Í þessu tilviki þessi orðræða sem við hlustuðum á þarna var að sjálfsögðu eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir að nokkur myndi nokkurn tíman heyra heldur færi bara út í vindinn og hyrfi.“ Varðandi mál Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar sem báðir hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum segist Sigmundur treysta þeim til þess að vinna úr sínum málum. „Öl er annar maður er stundum sagt o g það á sannarlega við í þessu samhengi.“Mörg dæmi um að menn fari á barinn Athygli hefur vakið að sexmenningarnir á Klaustri voru mætt á barinn þegar þingfundur stóð enn yfir. Sigmundur segir eðlilegt að fólki þyki það einkennilegt en þetta sé ein af venjum alþingis. „Það hefur verið síðan ég byrjaði á þinginu og eflaust mikið lengur í tengslum við fjárlaga umræðu það er tími sem menn skipta sér á vaktir. Einhverjir rölta út á þingflokksskrifstofur eða stað eins og þennan og ræða málin á mjög öðrum nótum svo ekki sé meira sagt. Ég held ég hafi setið, því ég nefndi það áðan að ég hafi oft setið undir svona tali áður að ég hafi oft setið með þingmönnum úr öðrum flokkum.“Ert þú að segja þetta sé kúltúrinn að þegar verið er að ræða fjárlög að menn fari á barinn? „Ja það eru mörg dæmi um það að menn fari á barinn en ekki þeir sem eru á vakt ef svo má segja. Hafa þarna vaktaskipti, en það réttlætir þetta augljóslega ekki. Einn af þeim hlutum sem eiga að breytast og við munum aldrei klikka á einhverju svona aftur.“Þurfi hugrekki til að segjast kjósa Miðflokkinn Spurður um kannanir sem birst hafa síðustu daga þar sem Miðflokkurinn mælist ekki með mann inn á þingi og mikill meirihluti vill að sexmenningarnir segi af sér gefur Sigmundur lítið fyrir það. „Án þess að ég geri lítið úr þessu en ef maður hefði alltaf átt að fylgja könnunum hvern dag fyrir sig þá hefði orðið lítil þróun hjá mér í pólitíkinni. Það þarf gríðarlegan kjark, gríðarlegt hugrekki til að líta út frá símanum eða Facebook eð sýningu í Borgarleikhúsinu í fyrradag til að svara í símann og segjast ætla kjósa Miðflokkinn,“ segir hann. „Að sjálfsögðu mun fólk sem kynni hugsanlega að vera tilbúið til að kjósa okkar vilja sjá að okkur sé alvara og við séum einlæg í því til að nota þessi mistök til að verða betur og læra af þeim. Ég er sannfærður um að við getum það því við höfum áður lent í erfiðleikum.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Sigmund Davíð og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Sigmundur sagði þó ekkert um hvort hann væri með slíkar upptökur eða að hann vissi af tilvist þeirra. „Ég skal bara svara þessari spurningu almennt. Ef þessi siðanefnd núna vill kalla eftir upptökum þá væntanlega er hún að biðja um allar þær upptökur sem menn eiga af slíku og ég hugsa að þær muni þá einhverjar skila sér,“ sagði Sigmundur.Þannig að þú veist af því að það eru til upptökur af þingmönnum og ráðherrum öðrum en ykkur sexmenningum sem sátu þarna inni á barnum þar sem þeir eru að segja mjög svipaða hluti og var rætt á Klaustrinu? „Ég ætla bara að svara þessu almennt.“Nei segðu bara já eða nei. „Ég skal segja þér bara fyrir mitt leyti að ef það er vilji nefndarinnar að allt sem menn hafa sagt í einkasamtölum um félagann, sem eru hlutir sem eru fyrir neðan allar hellur, komi fram þá skal ég mæta fyrir nefndina og lýsa því nákvæmlega.“Orð sem hvergi heyrast hafi ekki afleiðingar Aðspurður hvað íslenskir stjórnmálamenn þurfi að gera af sér til að segja af sér sagði hann að hlutirnir þyrftu að vera settir í samhengi. „Þarna var um að ræða orð, ekki aðgerðir. Það var um að ræða orð sem þeir sem þau sögðu, sögðu í hugsanaleysingi eða æsingi.“ Sem er ófyrirgefanlegt.„Já algjörlega en orð sem áttu ekki að hafa neinar afleiðingar. Svo getum við skoðað gjörðir manna og orð sem þeir hafa opinberlega með það að markmiðið að þau hafi afleiðingar. Hvernig þingmenn og reyndar miklu fleiri leyfa sér sumir að tala opinberlega. Hvað þeir leyfa sér að segja á Facebook og hvað þeir gera því margir hafa auðvitað gert ýmislegt sem, af því þu nefnir útlönd, erlendis myndi leiða til afsagnar.“ En orð hafa afleiðingar.„Orð hafa afleiðingar já í þessu tilviki en á sama tíma hafa orð sem hvergi heyrast ekki afleiðingar.“Segist oft hafa orðið vitni að svipuðum aðstæðum Sigmundur sagðist jafnframt trúa því að menn geti notað mistök til að bæta sig. „Ef við tökum fótboltasamlíkingu að sá sem er búinn að skora sjálfsmark hefur mestan hvata af öllum leikmönnum til að bæta sig og gera betur. Þetta er gríðarlega sterkur hvati sem við höfum núna til að bæta okkur, fara yfir liðinn veg og bæta okkur. Við höfum einsett okkur þingmennirnir að láta þetta verða til þess að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu.“ Sigmundur tók undir að atvikið væri ekki til þess fallið að bæta ímynd Alþingis en sagðist sjálfur allt of oft hafa setið við svipaðar aðstæður og fylgst með umræðum. „Jafnvel bara haldið þeim gangandi og fylgst með því hvernig hlutirnir þróuðust til að fylgjast sem mest með því hvað menn eru að segja um náungann.“Hafi reynslu af samstarfi við fólk sem hafi sagt ljóta hluti um hann Aðspurður hvernig þetta hafi áhrif á störf þingsins og samstarf hans við aðra þingmenn segist hann hafa langa reynslu af því að vinna með fólki sem hafi sagt mjög ljóta hluti um hann. Kallað hann jafnvel ljótan, feitan og geðveikan. Í sumum tilvikum opinberlega. Í sumum tilvikum á fundum. Kallað mig einræðisherra, líkt mér við fjöldamorðingja. Sagt ótrúlega rætna hluti í einkasamtölum í aðdraganda flokksþing, hringt í kjördæmið mitt og bert út sögur um mið. Heyrt brandara sem eru sagðir um mig í öðrum flokkum sem margir hverjir eru neðanbeltis og mjög svartir,“ segir hann. „En þetta er eðli þessa vinnustaðar að þar verður fólk að vinna saman sem er ekki alltaf sammála og jafnvel hefur lent í illindum. Í þessu tilviki þessi orðræða sem við hlustuðum á þarna var að sjálfsögðu eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir að nokkur myndi nokkurn tíman heyra heldur færi bara út í vindinn og hyrfi.“ Varðandi mál Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar sem báðir hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum segist Sigmundur treysta þeim til þess að vinna úr sínum málum. „Öl er annar maður er stundum sagt o g það á sannarlega við í þessu samhengi.“Mörg dæmi um að menn fari á barinn Athygli hefur vakið að sexmenningarnir á Klaustri voru mætt á barinn þegar þingfundur stóð enn yfir. Sigmundur segir eðlilegt að fólki þyki það einkennilegt en þetta sé ein af venjum alþingis. „Það hefur verið síðan ég byrjaði á þinginu og eflaust mikið lengur í tengslum við fjárlaga umræðu það er tími sem menn skipta sér á vaktir. Einhverjir rölta út á þingflokksskrifstofur eða stað eins og þennan og ræða málin á mjög öðrum nótum svo ekki sé meira sagt. Ég held ég hafi setið, því ég nefndi það áðan að ég hafi oft setið undir svona tali áður að ég hafi oft setið með þingmönnum úr öðrum flokkum.“Ert þú að segja þetta sé kúltúrinn að þegar verið er að ræða fjárlög að menn fari á barinn? „Ja það eru mörg dæmi um það að menn fari á barinn en ekki þeir sem eru á vakt ef svo má segja. Hafa þarna vaktaskipti, en það réttlætir þetta augljóslega ekki. Einn af þeim hlutum sem eiga að breytast og við munum aldrei klikka á einhverju svona aftur.“Þurfi hugrekki til að segjast kjósa Miðflokkinn Spurður um kannanir sem birst hafa síðustu daga þar sem Miðflokkurinn mælist ekki með mann inn á þingi og mikill meirihluti vill að sexmenningarnir segi af sér gefur Sigmundur lítið fyrir það. „Án þess að ég geri lítið úr þessu en ef maður hefði alltaf átt að fylgja könnunum hvern dag fyrir sig þá hefði orðið lítil þróun hjá mér í pólitíkinni. Það þarf gríðarlegan kjark, gríðarlegt hugrekki til að líta út frá símanum eða Facebook eð sýningu í Borgarleikhúsinu í fyrradag til að svara í símann og segjast ætla kjósa Miðflokkinn,“ segir hann. „Að sjálfsögðu mun fólk sem kynni hugsanlega að vera tilbúið til að kjósa okkar vilja sjá að okkur sé alvara og við séum einlæg í því til að nota þessi mistök til að verða betur og læra af þeim. Ég er sannfærður um að við getum það því við höfum áður lent í erfiðleikum.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira