Veitingamaður kærður fyrir margra ára áreitni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður. Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira