Erlent

Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Allen Chau (til hægri) er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel.
John Allen Chau (til hægri) er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince
Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi en hann var myrtur af frumbyggjahóp sem býr á eyjunni fyrr í mánuðinum.

Greint er frá því á vef BBC að þessi ákvörðun sé tekin af hálfu indverskra yfirvalda til þess að vernda frumbyggjahópinn en talið er að hann telji á milli 50 og 150 einstaklinga.

Chau var að öllum líkindum myrtur af eyjaskeggjum þegar hann steig á land á Norður-Sentinel þann 17. nóvember síðastliðinn. Hann var kristinn trúboði og fór á eyjuna til að boða sína trú fyrir frumbyggjunum.

Lík hans er enn á eyjunni. Bátur var sendur til eyjarinnar í dag til þess að kanna aðstæður en talið er að of áhættusamt sé að reyna að ná líkinu auk þess sem samtök sem berjast fyrir verndun frumbyggjahópa hafa gagnrýnt að ráðast eigi í slíka aðgerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×