Fótbolti

Nainggolan: Knattspyrnumenn mega reykja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nainggolan er skrautlegur.
Nainggolan er skrautlegur. vísir/getty
Hinn belgíski miðjumaður Inter, Radja Nainggolan, segir að hann sé ekki sá slæmi strákur sem menn vilji láta hann líta út fyrir að vera.

Nainggolan er engu að síður sérstakur og hefur oft vakið athygli fyrir læti sín utan vallar. Hann segist þó hafa róast þó svo hann lifi enn lífinu.

„Ég og ég reyki í rólegheitum. Knattspyrnumaður má alveg reykja þó það sé ekki hefðbundið starf. Ég er aftur á móti bara mjög venjulegur maður en enginn vandræðagemlingur eins og sumir vilja meina,“ sagði Nainggolan.

„Ég er þakklátur fyrir þau forréttindi sem felast í því að vera knattspyrnumaður. Ég reyni að gefa af mér og sé til þess að fjölskylda mín lifi góðu lífi. Minn helst innblástur kemur frá móður minni sem er mikilvægasti manneskjan í mínu lífi. Hún átti ekkert en gaf mér allt og þurfti að fórna miklu til þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×