Ætla að koma á fót karlaathvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 18:25 Frá stofnun samtakanna að Laugavegi 166 í dag. Vísir/Vilhelm Samtök um karlaathvarf voru formlega stofnuð í dag þegar nokkrir af forsvarsmönnum samtakanna komu saman að húsnæði hlutafélagaskrár á Laugavegi 166 til að leggja inn formlega skráningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir í tilkynningu að þeir sem standi að baki Samtökum um karlaathvarf séu í forsvari fyrir nokkur félög sem kennd eru við hinar svokölluðu „feðrahreyfingar“, þar á meðal aðgerðahópinn #DaddyToo. „Það er von okkar að sem flest áhugafólk og sérfræðingar sem láta sig þessi mál varða muni koma að borðinu með okkur til að byggja starfið upp. Þetta er grettistak og mikil þörf fyrir slíka þjónustu fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar,“ segir í tilkynningu. Þá kemur auk þess fram í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá ætla samtökin að veita ráðgjöf og upplýsingar og „efla fræðslu og umræðu um ofbeldi sem beinist gegn körlum og börnum þeirra.“ Samtökin segjast einnig ætla að „leiðrétta ranghugmyndir um að ofbeldi sé kynbundið“ enda séu karlmenn ekki síður þolendur ofbeldis heldur en konur. Samtökin munu auk þess berjast fyrir rétti karlmanna til að umgangast börn sín. Stjórn samtakanna skipa Huginn Þór Grétarsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Friðgeir Örn Hugi Ingibjartsson og Kristinn Sæmundsson. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Samtök um karlaathvarf voru formlega stofnuð í dag þegar nokkrir af forsvarsmönnum samtakanna komu saman að húsnæði hlutafélagaskrár á Laugavegi 166 til að leggja inn formlega skráningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir í tilkynningu að þeir sem standi að baki Samtökum um karlaathvarf séu í forsvari fyrir nokkur félög sem kennd eru við hinar svokölluðu „feðrahreyfingar“, þar á meðal aðgerðahópinn #DaddyToo. „Það er von okkar að sem flest áhugafólk og sérfræðingar sem láta sig þessi mál varða muni koma að borðinu með okkur til að byggja starfið upp. Þetta er grettistak og mikil þörf fyrir slíka þjónustu fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar,“ segir í tilkynningu. Þá kemur auk þess fram í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá ætla samtökin að veita ráðgjöf og upplýsingar og „efla fræðslu og umræðu um ofbeldi sem beinist gegn körlum og börnum þeirra.“ Samtökin segjast einnig ætla að „leiðrétta ranghugmyndir um að ofbeldi sé kynbundið“ enda séu karlmenn ekki síður þolendur ofbeldis heldur en konur. Samtökin munu auk þess berjast fyrir rétti karlmanna til að umgangast börn sín. Stjórn samtakanna skipa Huginn Þór Grétarsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Friðgeir Örn Hugi Ingibjartsson og Kristinn Sæmundsson.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira