Icelandair hefur söluferli á hótelrekstri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 16:43 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstri. Samhliða ákvörðun um að setja Icelandair Hotels í söluferli hefur verið ákveðið að Iceland Travel og VITA verði hluti af kjarnastarfsemi Icelandair Group. Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu er tilgangurinn sagður að styrkja enn frekar sölustarfsemi á pakkaferðum og tengdum þjónustuþáttum innan Icelandair Group. „Við kynntum nýtt skipulag í upphafi ársins þar sem við skiptum starfsemi félagsins í tvennt; annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar í flugstarfsemi og ferðaþjónustu. Við stígum nú næsta skref og höfum ákveðið að hefja ferli sem miðar að því að selja meirihluta í hótelfélagi okkar; Icelandair Hotels. Við horfum með sama hætti á þær fasteignir sem tilheyra þessum rekstri. Icelandair Hotels er í fremstu röð á Íslandi, hefur sterka markaðsstöðu, er vel rekið og með frábært starfsfólk. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Markmið okkar með þessari breytingu er að skerpa enn frekar á kjarnastarfsemi okkar, alþjóðaflugstarfseminni. Þar ætlum við að fjárfesta í frekari vexti félagsins, í stafrænum lausnum, aukinni sjálfvirkni og nýjum flugvélum,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni. Við ferlið verður horft til þess að hámarka virði eignanna á sama tíma og horft verður til hagsmuna íslenskrar ferðaþjónustu, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Icelandair hótel rekur 13 hótel: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre, Reykjavík Konsúlat Hótel og Hótel Alda. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt. Um er að ræða alls 1.937 herbergi á landinu öllu, 876 í Reykjavík og 450 herbergi á landsbyggðinni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hótelherbergi í sumarrekstri. Þá stefna Icelandair Hotels að opnun nýs hótels við Austurvöll í samstarfi við Hilton árið 2019. Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstri. Samhliða ákvörðun um að setja Icelandair Hotels í söluferli hefur verið ákveðið að Iceland Travel og VITA verði hluti af kjarnastarfsemi Icelandair Group. Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu er tilgangurinn sagður að styrkja enn frekar sölustarfsemi á pakkaferðum og tengdum þjónustuþáttum innan Icelandair Group. „Við kynntum nýtt skipulag í upphafi ársins þar sem við skiptum starfsemi félagsins í tvennt; annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar í flugstarfsemi og ferðaþjónustu. Við stígum nú næsta skref og höfum ákveðið að hefja ferli sem miðar að því að selja meirihluta í hótelfélagi okkar; Icelandair Hotels. Við horfum með sama hætti á þær fasteignir sem tilheyra þessum rekstri. Icelandair Hotels er í fremstu röð á Íslandi, hefur sterka markaðsstöðu, er vel rekið og með frábært starfsfólk. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Markmið okkar með þessari breytingu er að skerpa enn frekar á kjarnastarfsemi okkar, alþjóðaflugstarfseminni. Þar ætlum við að fjárfesta í frekari vexti félagsins, í stafrænum lausnum, aukinni sjálfvirkni og nýjum flugvélum,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni. Við ferlið verður horft til þess að hámarka virði eignanna á sama tíma og horft verður til hagsmuna íslenskrar ferðaþjónustu, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Icelandair hótel rekur 13 hótel: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre, Reykjavík Konsúlat Hótel og Hótel Alda. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt. Um er að ræða alls 1.937 herbergi á landinu öllu, 876 í Reykjavík og 450 herbergi á landsbyggðinni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hótelherbergi í sumarrekstri. Þá stefna Icelandair Hotels að opnun nýs hótels við Austurvöll í samstarfi við Hilton árið 2019.
Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira