Buffon vill faðma hjartalausa ruslapokann og biðja hann afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2018 11:30 Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon spilar sinn síðasta leik fyrir Juventus á laugardaginn en hann er búinn að verja mark gömlu konunnar, eins og félagið er kallað, í 17 ár. Buffon gekk í raðir Juventus frá Parma fyrir metfé árið 1995 og hefur upplifað tímana tvenna með Tórínórisanum. Hann hefur ellefu sinnum orðið Ítalíumeistari en fór með liðinu niður í B-deild þegar að það var fellt þangað vegna mútuskandals. Buffon er hættur við að hætta alveg. Hann ætlar að halda áfram í boltanum en rétt rúmar tvær vikur eru síðan að hann tók þá ákvörðun. „Ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir tvo til þrjá daga. Ég ætla að taka mér smá pásu og ná áttum. Eftir það tek ég ákvörðun,“ sagði Buffon á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn. Buffon er ekki bara að hugsa um þennan síðasta leik með Juventus heldur á hann einnig yfir höfði sér refsingu og mögulegt leikbann frá UEFA fyrir að segja að dómarinn Michael Oliver væri með ruslapoka í stað hjarta þegar að hann dæmdi víti á liðið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid. „Ég myndi faðma dómarann ef ég myndi sjá hann aftur og segja við hann að hann hefði átt að gefa sér meiri tíma í að taka ákvörðunina. Mér þykir leitt að ég móðgaði hann. Þetta var ólíkt mér og ég fór langt yfir strikið í viðtali eftir leik. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar,“ segir Gianluigi Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon spilar sinn síðasta leik fyrir Juventus á laugardaginn en hann er búinn að verja mark gömlu konunnar, eins og félagið er kallað, í 17 ár. Buffon gekk í raðir Juventus frá Parma fyrir metfé árið 1995 og hefur upplifað tímana tvenna með Tórínórisanum. Hann hefur ellefu sinnum orðið Ítalíumeistari en fór með liðinu niður í B-deild þegar að það var fellt þangað vegna mútuskandals. Buffon er hættur við að hætta alveg. Hann ætlar að halda áfram í boltanum en rétt rúmar tvær vikur eru síðan að hann tók þá ákvörðun. „Ég mun taka ákvörðun um framhaldið eftir tvo til þrjá daga. Ég ætla að taka mér smá pásu og ná áttum. Eftir það tek ég ákvörðun,“ sagði Buffon á blaðamannafundi fyrir lokaleikinn. Buffon er ekki bara að hugsa um þennan síðasta leik með Juventus heldur á hann einnig yfir höfði sér refsingu og mögulegt leikbann frá UEFA fyrir að segja að dómarinn Michael Oliver væri með ruslapoka í stað hjarta þegar að hann dæmdi víti á liðið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid. „Ég myndi faðma dómarann ef ég myndi sjá hann aftur og segja við hann að hann hefði átt að gefa sér meiri tíma í að taka ákvörðunina. Mér þykir leitt að ég móðgaði hann. Þetta var ólíkt mér og ég fór langt yfir strikið í viðtali eftir leik. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar,“ segir Gianluigi Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira