Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 15:22 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd. Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd.
Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53
Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06
Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent