Axel og Birgir Leifur í undanúrslit eftir þriðja sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 13:57 Birgir Leifur og Axel eru óstöðvandi í Skotlandi Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira