Láglaunakonur búi við óviðunandi kjör Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2018 20:30 Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað. Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað.
Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent