Mikill mannfjöldi, víðs vegar um landið, hefur mótmælt hækkandi eldsneytisverði síðustu tvær vikurnar.
BBC segir frá því að til átaka hafi komið á breiðstrætinu Champs Elysees í morgun, þrátt fyrir að lögregla hafi girt af „viðkvæma staði“ í hjarta höfuðborgarinnar.
Um 280 þúsund manns tóku þátt í mótmælum á rúmlega tvö þúsund stöðum í Frakklandi síðasta laugardag.
Skipuleggjendur mótmælanna auglýstu mótmælin í dag sem „annan þátt“ baráttu sinnar.
