Orkupakki, samgöngur og kannabis í Víglínunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira