Í tilkynningu frá Arvind Kejriwal, ráðherra héraðsins, kemur fram að eftirlitsmyndavélar verða settar upp í öllum ríkisreknum skólum innan þriggja mánaða. Segist hann vona að þetta komi til með að auka öryggi nemenda ásamt því að gera skólana ábyrgari og gagnsærri þegar eitthvað kemur upp á.
Í september á síðasta ári var ungur strákur skorinn á háls inn á salernisaðstöðu í grunnskóla á svæðinu. Nokkrum dögum síðar var fimm ára stelpu nauðgað í grunnskólanum sínum austur af Nýju-Delí.
Reviewed the progress of installation of CCTV cameras in each class in all govt schools. Each parent will be given access to see his child studying in class on realtime basis on his phone. This will make the whole system transparent and accountable. It will ensure safety of kids
— Arvind Kejriwal (@ArvindKejriwal) January 17, 2018