Loftslagsbreytingar ógna heiminum sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 15:32 "Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari.“ Vísir/Getty Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári. Loftslagsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári.
Loftslagsmál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira