Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 23:49 Herþotur PLA á flugi nærri Taívan. Vísir/AFP Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. Kínverskir fjölmiðlar hafa vakið athygli á aðgerðum hersins í kringum Taívan og rætt var við embættismenn sem segja aðgerðum þessum vera ætlað að leiða til friðsamlegrar sameiningar móðurlandsins. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína segir „aðskilnaðaraðgerðir“ Taívan koma niður á íbúum eyjunnar og ógna friðsamlegum samskiptum samskiptunum yfir Taívan-sund. Sífelldum ferðum herþotna við Taívan sé ætlað að verja hagsmuni íbúa eyjunnar. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking, samkvæmt umfjöllun CNN.Aðgerðum hersins við Taívan og áróðrinum frá Peking er einnig ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Ríkisfjölmiðlarnir CGTN OG CCTV+ birtu á föstudaginn myndbönd sem sýna herþotur fljúga við Taívan. Annað myndbandið heitir „PLA (Her Kína) verst „sjálfstæðu Taívan“.“ Í umfjöllun CGTN segir að „storkandi aðgerðir“ leiðtoga Taívan hafi leitt til viðbragða hersins. Hér má sjá frekari upplýsingar um deilur Taívan og Kína. Suður-Kínahaf Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. Kínverskir fjölmiðlar hafa vakið athygli á aðgerðum hersins í kringum Taívan og rætt var við embættismenn sem segja aðgerðum þessum vera ætlað að leiða til friðsamlegrar sameiningar móðurlandsins. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína segir „aðskilnaðaraðgerðir“ Taívan koma niður á íbúum eyjunnar og ógna friðsamlegum samskiptum samskiptunum yfir Taívan-sund. Sífelldum ferðum herþotna við Taívan sé ætlað að verja hagsmuni íbúa eyjunnar. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking, samkvæmt umfjöllun CNN.Aðgerðum hersins við Taívan og áróðrinum frá Peking er einnig ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Ríkisfjölmiðlarnir CGTN OG CCTV+ birtu á föstudaginn myndbönd sem sýna herþotur fljúga við Taívan. Annað myndbandið heitir „PLA (Her Kína) verst „sjálfstæðu Taívan“.“ Í umfjöllun CGTN segir að „storkandi aðgerðir“ leiðtoga Taívan hafi leitt til viðbragða hersins. Hér má sjá frekari upplýsingar um deilur Taívan og Kína.
Suður-Kínahaf Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira