Erlent

Mál Alfie Evans: Kalla eftir betri þjónustu fyrir syrgjandi foreldra

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Breski drengurinn Alfie Evans þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hann lést í vikunni.
Breski drengurinn Alfie Evans þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hann lést í vikunni. Vísir/AFP
Sérfræðingur í læknisfræðilegri siðfræði hefur kallað eftir nýjum leiðum í málum eins og hjá Alfie Evans. Alfie Evans lést í vikunni á barnaspítalanum Alder Hey í Liverpool eftir að rúm vika hafði liðið frá því hann var tekinn úr öndunarvél. Foreldrar hans segjast vera eyðilagðir og þakka öllum fyrir stuðninginn í gegnum allt saman.

Dominic Wilkinson prófessor í læknisfræðilegri siðfræði hjá Oxford háskóla segir að sjálfstæðir milligönguliðar gætu hjálpað fólki eins og foreldrum Alfie, Thomas Evans og Kate James. Þau hafi ítrekað tekist á við lækna á spítalanum þar sem sonur þeirra fékk meðferð við taugahrörnunarsjúkdómi sem hann var með. Þetta endaði svo allt í langdregni baráttu fyrir dómstólum.

Mál Alfies litla fór hátt í fjölmiðlum þegar breskir dómstólar bönnuðu foreldrum hans að ferðast með hann til Ítalíu. Foreldrarnir töldu að læknismeðferð sem er í boði á Ítalíu myndi bæta ástand drengsins en álit lækna var að Alfie ætti enga von um bata og enn fremur að hann myndi ekki lifa af ferðalagið til Ítalíu. Dómstólar tóku undir með læknunum. 


Tengdar fréttir

Alfie Evans lést í nótt

Breski drengurinn Alfie Evans þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hann lést í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×