Fyrstur til að fá sekt fyrir dónatal og flengingu í París Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 23:03 Maðurinn sló unga konu í rassinn og hrópaði á eftir henni að hún væri hóra. Vísir/getty Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun. MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun.
MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53