Huginn ætlar ekki að áfrýja en vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 11:30 Hér má sjá nokkra leikmenn Hugins við undirritun samnings fyrir sumarið. twitter.com/huginnfc Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði KSÍ um að úrslit í leik liðsins gegn Völsungi skuli vera 3-0 Völsungi í hag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn er þau áttu að endurspila leik liðanna á dögunum. Forráðamenn Hugins eru aftur á móti allt annað en sáttir við vinnubrögð KSÍ í málinu eins og þeir rekja í mjög langri yfirlýsingu. „Er það upplifun okkar að KSÍ hafi alvarlega vegið að heiðri og orðspori Hugins og er stjórn Hugins því skylt að verja félagið fyrir hönd leikmanna, stuðningsmanna og allra þeirra sem gengið hafa veginn með félaginu allt frá stofnun þess. Við óskum því eftir að KSÍ biðji félagið opinberlegrar afsökunar á sinni framkomu og röð mistaka af hálfu sambandsins í málinu öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má sjá hér að neðan.Yfirlýsing HuginsÍ ljósi þeirrar atburðarásar sem varð í kjölfar leiks Hugins og Völsungs þann 17. ágúst sl. vill stjórn Hugins koma eftirfarandi á framfæri.17. ágúst – Dómari vísar leikmanni Völsungs ranglega af velli í uppbótatíma (mistök starfsmanns KSÍ).18. ágúst – Starfsmaður á skrifstofu KSÍ ráðleggur dómara að gera breytingu á leikskýrslu og skilar þar af leiðandi inn rangri skýrslu. Sá starfsmaður hefur enga heimild til slíks og er þetta brot á starfsreglum KSÍ (mistök starfsmanns KSÍ). Umrædd breyting á leikskýrslu varð til þess að leikmaður Völsungs sem fyrir mistök dómara hafði hlotið rautt spjald í leiknum var þess í stað skráður með gult spjald og gat því leikið næsta leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði - sem Völsungur nýtti sér.20. ágúst – Huginn er birt kæra Völsungs vegna leiksins þar sem einungis er krafist þess að síðustu sex mínútur leiksins skuli spilaðar aftur vegna dómaramistaka. Stjórn Hugins hófst þegar handa við að bregðast við þeirri kæru. Athugið - enga varakröfu var þar að finna.21. ágúst – Völsungur skilar inn uppfærðri kæru (einnig dagsett 20. ágúst) þar sem bætt hefur verið inn varakröfu þar sem óskað er eftir því að leikurinn verði endurspilaður í heild sinni. Þessi breyting á upprunalegri kæru Völsungs var ekki send til Hugins og gat stjórn því ekki varist þessum breyttu forsendum áður en aga- og úrskurðarnefnd fjallaði um málið. Svo virðist sem starfsmaður KSÍ hafi sent öllum aðilum málsins, nema Huginn, uppfærða útgáfu af kæru Völsungs og telst það ekki til eðlilegra vinnubragða (mistök starfsmanns KSÍ).4. september – Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísar málinu frá án þess að taka afstöðu til varakröfu Völsungs, þessarar sömu og Huginn fékk ekki að sjá né verjast. Er þetta í fyrsta skipti sem Huginn sér varakröfu Völsungs. Völsungur áfrýjar málinu í kjölfarið til áfrýjunardómstóls KSÍ og þá er Huginn allt í einu ekki lengur aðili að málinu og fær engar upplýsingar um málsframvindu. Það er mjög sérstakt að kærði (Huginn) í kærumáli Völsungs gegn Huginn sem er áfrýjað til æðri dómstóls, hafi ekki aðild að máli á áfrýjunarstigi og geti ekki skilað inn greinargerð þar sem niðurstaða máls getur skipt verulegu máli fyrir kærða.16. september – áfrýjunardómstóll KSÍ kemst að þeirri niðurstöðu að leikurinn skuli endurtekinn á Seyðisfjarðarvelli vegna þess að dómarinn fór út fyrir valdsvið sitt. Dómsorð dómstólsins voru orðrétt „Leikur Hugins Seyðisfirði og Völsungs Húsavík í 2. deild sem leikinn var 17. ágúst 2018 á Seyðisfjarðarvelli er ógildur og skal endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli.” Af ofangreindu leiðir að áfrýjunardómstóllinn hafði úrskurðað um mál sem ekki hafði hlotið löglega meðferð á grunnstigi. Einnig má benda á að í upprunalegri kæru Völsungs snérist kæran um mistök dómara á leikvelli en fyrir áfrýjunardómstóli breyttu þeir málagrundvelli sínum og lögðu áherslu á mistök við skýrslugerð.Huginn mótmælti niðurstöðu áfrýjunardómstólsins harðlega í samtölum við framkvæmdastjóra og mótastjóra KSÍ og sendi jafnframt frá sér fréttatilkynningu.18. september - Huginn fer fram á það í tölvupósti við Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, stjórn KSÍ og framkvæmdastjórn KSÍ að málið yrði endurupptekið á grundvelli þess að hin uppfærða krafa Völsungs hafði ekki verið kynnt Huginn né hafi aga- og úrskurðarnefnd fjallað um hana á kærustigi málsins. Því hefði hún aldrei átt að vera tekin fyrir við áfrýjun.Huginn hefur enn ekki fengið skriflegt svar við þessu erindi.Í kjölfarið á úrskurði áfrýjunardómstólsins fór mótastjóri KSÍ í það að finna tíma og dagsetningu til að spila leikinn á Seyðisfjarðarvelli. Mótastjóri ákvað í samráði við liðin að leikurinn skyldi fara fram á Seyðisfirði, miðvikudaginn 19. september kl 16:30.Þegar leið að leikdegi var útlit fyrir að veðuraðstæður yrðu ekki hagstæðar og hafði stjórn Hugins samband bæði við mótastjóra og framkvæmdastjóra KSÍ til að koma því á framfæri. Jafnframt sagði stjórn Hugins að hún teldi KSÍ vera óheimilt að færa leikinn á annan völl og var vísað þar í dómsorð áfrýjunardómstólsins. Fulltrúi KSÍ fullyrti samt sem áður í viðtölum við fjölmiðla að engin mótmæli hafi borist frá Huginn vegna breytinga á leikvelli. Huginn hafnar þessu alfarið þar þegar var búið að koma því á framfæri bæði við mótastjóra og framkvæmdastjóra KSÍ.Að morgni leikdags sendir stjórn Hugins KSÍ tölvupóst með myndum af Seyðisfjarðarvelli þar sem hún telur völlinn vera óleikhæfan. KSÍ ákveður í síðan kjölfarið að færa leikinn yfir á Fellavöll sem var jafn óleikfær að okkar mati. Sjá má myndskeið af Fellavelli á leikdegi sem Huginn hefur birt á Facebook síðu sinni.Dómsorðið er skýrt - spila skal leikinn á Seyðisfjarðarvelli. Almennt ákvæði 38.6 gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót veitir mótanefnd heimild til að breyta leikstað og stund hefðbundinna leikja í Íslandsmóti. Þetta ákvæði veitir henni hins vegar ekki heimild til að víkja frá leikstað vegna endurtekins leiks sem æðsti dómstóll KSÍ hefur dæmt að endurtaka skuli á sama stað og hinn upprunalegi leikur.Því teljum við að mótastjóri KSÍ hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að víkja frá skýrt orðuðu dómsorði. Starfsfólks KSÍ hafði áður gert stjórn Hugins það ljóst að það hefði engar heimildir til að breyta dómi áfrýjunardómstólsins og því ákvað Huginn að virða dómsorð og mæta til leiks á Seyðisfjarðarvelli þegar ljóst var að KSÍ myndi ekki breyta leikdegi.KSÍ er ekkert annað en liðin í landinu. Við getum haft áhrif á stjórnir og formenn en við getum ekki kosið okkur starfsfólk á skrifstofu KSÍ. Því er það okkur mikilvægt að þegar starfsfólk sambandsins er uppvíst að því að hafa tekið rangar ákvarðanir sem brjóta gegn reglum og reglugerðum KSÍ, sem félögin í landinu hafa samþykkt, að á því sé tekið. Afleiðingar vegna mistaka starfsmanna mega ekki einungis beinast gegn þeim aðildarfélögum sem eru svo óheppin að lenda í slíkri atburðarrás eins og Huginn í þessu einstæða máli.Okkur finnst einnig miður að KSÍ hafi ekki séð sér fært að koma fram opinberlega og viðurkenna sín mistök í þessu máli. Það er líkt og að öll samskipti þeirra við fjölmiðla hafi fremur snúist um að bjarga eigin andliti, starfsmanna sinna og skrifstofu. Framkvæmdarstjóri KSÍ minntist á það í sjónvarpsfréttum að með orðum og útskýringum forráðamanna Hugins væri „verið að fara í manninn en ekki boltann”. Það hefur verið afar erfitt fyrir Huginn að nálgast „boltann” í þessu máli þar sem varðmenn valdsins hafa staðið þétt saman til þess að hindra leiðina að „boltanum”. Það finnst okkur frekar lítilmannlegt og eingöngu gert til að verja eigin mistök.Er það upplifun okkar að KSÍ hafi alvarlega vegið að heiðri og orðspori Hugins og er stjórn Hugins því skylt að verja félagið fyrir hönd leikmanna, stuðningsmanna og allra þeirra sem gengið hafa veginn með félaginu allt frá stofnun þess. Við óskum því eftir að KSÍ biðji félagið opinberlegrar afsökunar á sinni framkomu og röð mistaka af hálfu sambandsins í málinu öllu.Stjórn Hugins hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu en telur mikilvægt fyrir leikmenn, stuðningsfólk og íslenska knattspyrnu í heild að KSÍ dragi lærdóm af því sem á undan er gengið . Byggja þarf traust að nýju á milli aðila og teljum við þar af leiðandi farsælast að KSÍ axli ábyrgð á sínu hlutverki í þessu máli.Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem hafa staðið við bakið á okkur og veitt okkur aðstoð. Óskum við Aftureldingu og Gróttu til hamingju með frábæran árangur í 2. deild á liðnu keppnistímabili.Áfram fótbolti! Áfram réttlæti! Stjórn knattspyrnudeildar Hugins Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37 Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42 „Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði KSÍ um að úrslit í leik liðsins gegn Völsungi skuli vera 3-0 Völsungi í hag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn er þau áttu að endurspila leik liðanna á dögunum. Forráðamenn Hugins eru aftur á móti allt annað en sáttir við vinnubrögð KSÍ í málinu eins og þeir rekja í mjög langri yfirlýsingu. „Er það upplifun okkar að KSÍ hafi alvarlega vegið að heiðri og orðspori Hugins og er stjórn Hugins því skylt að verja félagið fyrir hönd leikmanna, stuðningsmanna og allra þeirra sem gengið hafa veginn með félaginu allt frá stofnun þess. Við óskum því eftir að KSÍ biðji félagið opinberlegrar afsökunar á sinni framkomu og röð mistaka af hálfu sambandsins í málinu öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má sjá hér að neðan.Yfirlýsing HuginsÍ ljósi þeirrar atburðarásar sem varð í kjölfar leiks Hugins og Völsungs þann 17. ágúst sl. vill stjórn Hugins koma eftirfarandi á framfæri.17. ágúst – Dómari vísar leikmanni Völsungs ranglega af velli í uppbótatíma (mistök starfsmanns KSÍ).18. ágúst – Starfsmaður á skrifstofu KSÍ ráðleggur dómara að gera breytingu á leikskýrslu og skilar þar af leiðandi inn rangri skýrslu. Sá starfsmaður hefur enga heimild til slíks og er þetta brot á starfsreglum KSÍ (mistök starfsmanns KSÍ). Umrædd breyting á leikskýrslu varð til þess að leikmaður Völsungs sem fyrir mistök dómara hafði hlotið rautt spjald í leiknum var þess í stað skráður með gult spjald og gat því leikið næsta leik gegn Leikni Fáskrúðsfirði - sem Völsungur nýtti sér.20. ágúst – Huginn er birt kæra Völsungs vegna leiksins þar sem einungis er krafist þess að síðustu sex mínútur leiksins skuli spilaðar aftur vegna dómaramistaka. Stjórn Hugins hófst þegar handa við að bregðast við þeirri kæru. Athugið - enga varakröfu var þar að finna.21. ágúst – Völsungur skilar inn uppfærðri kæru (einnig dagsett 20. ágúst) þar sem bætt hefur verið inn varakröfu þar sem óskað er eftir því að leikurinn verði endurspilaður í heild sinni. Þessi breyting á upprunalegri kæru Völsungs var ekki send til Hugins og gat stjórn því ekki varist þessum breyttu forsendum áður en aga- og úrskurðarnefnd fjallaði um málið. Svo virðist sem starfsmaður KSÍ hafi sent öllum aðilum málsins, nema Huginn, uppfærða útgáfu af kæru Völsungs og telst það ekki til eðlilegra vinnubragða (mistök starfsmanns KSÍ).4. september – Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísar málinu frá án þess að taka afstöðu til varakröfu Völsungs, þessarar sömu og Huginn fékk ekki að sjá né verjast. Er þetta í fyrsta skipti sem Huginn sér varakröfu Völsungs. Völsungur áfrýjar málinu í kjölfarið til áfrýjunardómstóls KSÍ og þá er Huginn allt í einu ekki lengur aðili að málinu og fær engar upplýsingar um málsframvindu. Það er mjög sérstakt að kærði (Huginn) í kærumáli Völsungs gegn Huginn sem er áfrýjað til æðri dómstóls, hafi ekki aðild að máli á áfrýjunarstigi og geti ekki skilað inn greinargerð þar sem niðurstaða máls getur skipt verulegu máli fyrir kærða.16. september – áfrýjunardómstóll KSÍ kemst að þeirri niðurstöðu að leikurinn skuli endurtekinn á Seyðisfjarðarvelli vegna þess að dómarinn fór út fyrir valdsvið sitt. Dómsorð dómstólsins voru orðrétt „Leikur Hugins Seyðisfirði og Völsungs Húsavík í 2. deild sem leikinn var 17. ágúst 2018 á Seyðisfjarðarvelli er ógildur og skal endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli.” Af ofangreindu leiðir að áfrýjunardómstóllinn hafði úrskurðað um mál sem ekki hafði hlotið löglega meðferð á grunnstigi. Einnig má benda á að í upprunalegri kæru Völsungs snérist kæran um mistök dómara á leikvelli en fyrir áfrýjunardómstóli breyttu þeir málagrundvelli sínum og lögðu áherslu á mistök við skýrslugerð.Huginn mótmælti niðurstöðu áfrýjunardómstólsins harðlega í samtölum við framkvæmdastjóra og mótastjóra KSÍ og sendi jafnframt frá sér fréttatilkynningu.18. september - Huginn fer fram á það í tölvupósti við Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, stjórn KSÍ og framkvæmdastjórn KSÍ að málið yrði endurupptekið á grundvelli þess að hin uppfærða krafa Völsungs hafði ekki verið kynnt Huginn né hafi aga- og úrskurðarnefnd fjallað um hana á kærustigi málsins. Því hefði hún aldrei átt að vera tekin fyrir við áfrýjun.Huginn hefur enn ekki fengið skriflegt svar við þessu erindi.Í kjölfarið á úrskurði áfrýjunardómstólsins fór mótastjóri KSÍ í það að finna tíma og dagsetningu til að spila leikinn á Seyðisfjarðarvelli. Mótastjóri ákvað í samráði við liðin að leikurinn skyldi fara fram á Seyðisfirði, miðvikudaginn 19. september kl 16:30.Þegar leið að leikdegi var útlit fyrir að veðuraðstæður yrðu ekki hagstæðar og hafði stjórn Hugins samband bæði við mótastjóra og framkvæmdastjóra KSÍ til að koma því á framfæri. Jafnframt sagði stjórn Hugins að hún teldi KSÍ vera óheimilt að færa leikinn á annan völl og var vísað þar í dómsorð áfrýjunardómstólsins. Fulltrúi KSÍ fullyrti samt sem áður í viðtölum við fjölmiðla að engin mótmæli hafi borist frá Huginn vegna breytinga á leikvelli. Huginn hafnar þessu alfarið þar þegar var búið að koma því á framfæri bæði við mótastjóra og framkvæmdastjóra KSÍ.Að morgni leikdags sendir stjórn Hugins KSÍ tölvupóst með myndum af Seyðisfjarðarvelli þar sem hún telur völlinn vera óleikhæfan. KSÍ ákveður í síðan kjölfarið að færa leikinn yfir á Fellavöll sem var jafn óleikfær að okkar mati. Sjá má myndskeið af Fellavelli á leikdegi sem Huginn hefur birt á Facebook síðu sinni.Dómsorðið er skýrt - spila skal leikinn á Seyðisfjarðarvelli. Almennt ákvæði 38.6 gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót veitir mótanefnd heimild til að breyta leikstað og stund hefðbundinna leikja í Íslandsmóti. Þetta ákvæði veitir henni hins vegar ekki heimild til að víkja frá leikstað vegna endurtekins leiks sem æðsti dómstóll KSÍ hefur dæmt að endurtaka skuli á sama stað og hinn upprunalegi leikur.Því teljum við að mótastjóri KSÍ hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að víkja frá skýrt orðuðu dómsorði. Starfsfólks KSÍ hafði áður gert stjórn Hugins það ljóst að það hefði engar heimildir til að breyta dómi áfrýjunardómstólsins og því ákvað Huginn að virða dómsorð og mæta til leiks á Seyðisfjarðarvelli þegar ljóst var að KSÍ myndi ekki breyta leikdegi.KSÍ er ekkert annað en liðin í landinu. Við getum haft áhrif á stjórnir og formenn en við getum ekki kosið okkur starfsfólk á skrifstofu KSÍ. Því er það okkur mikilvægt að þegar starfsfólk sambandsins er uppvíst að því að hafa tekið rangar ákvarðanir sem brjóta gegn reglum og reglugerðum KSÍ, sem félögin í landinu hafa samþykkt, að á því sé tekið. Afleiðingar vegna mistaka starfsmanna mega ekki einungis beinast gegn þeim aðildarfélögum sem eru svo óheppin að lenda í slíkri atburðarrás eins og Huginn í þessu einstæða máli.Okkur finnst einnig miður að KSÍ hafi ekki séð sér fært að koma fram opinberlega og viðurkenna sín mistök í þessu máli. Það er líkt og að öll samskipti þeirra við fjölmiðla hafi fremur snúist um að bjarga eigin andliti, starfsmanna sinna og skrifstofu. Framkvæmdarstjóri KSÍ minntist á það í sjónvarpsfréttum að með orðum og útskýringum forráðamanna Hugins væri „verið að fara í manninn en ekki boltann”. Það hefur verið afar erfitt fyrir Huginn að nálgast „boltann” í þessu máli þar sem varðmenn valdsins hafa staðið þétt saman til þess að hindra leiðina að „boltanum”. Það finnst okkur frekar lítilmannlegt og eingöngu gert til að verja eigin mistök.Er það upplifun okkar að KSÍ hafi alvarlega vegið að heiðri og orðspori Hugins og er stjórn Hugins því skylt að verja félagið fyrir hönd leikmanna, stuðningsmanna og allra þeirra sem gengið hafa veginn með félaginu allt frá stofnun þess. Við óskum því eftir að KSÍ biðji félagið opinberlegrar afsökunar á sinni framkomu og röð mistaka af hálfu sambandsins í málinu öllu.Stjórn Hugins hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu en telur mikilvægt fyrir leikmenn, stuðningsfólk og íslenska knattspyrnu í heild að KSÍ dragi lærdóm af því sem á undan er gengið . Byggja þarf traust að nýju á milli aðila og teljum við þar af leiðandi farsælast að KSÍ axli ábyrgð á sínu hlutverki í þessu máli.Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem hafa staðið við bakið á okkur og veitt okkur aðstoð. Óskum við Aftureldingu og Gróttu til hamingju með frábæran árangur í 2. deild á liðnu keppnistímabili.Áfram fótbolti! Áfram réttlæti! Stjórn knattspyrnudeildar Hugins
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37 Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42 „Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von 20. september 2018 08:00
34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25
KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37
Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42
„Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13