Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir enga ákvörðun liggja fyrir af hálfu ríkisins varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48