Gagnrýnir umhverfissinna sem vilja ráða landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2018 20:00 Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga. Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Skógarbóndi á Suðurlandi gagnrýnir stjórnvöld fyrir áhugaleysi gagnvart skógrækt og þá gagnrýnir hann umhverfissinna sem eru á móti skógrækt og segja hana umhverfisspjöll. Þessa dagana er skógarbóndinn að saga niður aspir sem byrgja útsýni til fjalla. Sigurður Jónsson, skógarbóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi er þessa dagana að saga niður um 25 ára gamlar og 15 metra háar aspir meðfram Skeiða- og Hrunaveginum upp á Flúðir. Hann sagar aðra hverja ösp. „Þær voru farnar að skyggja á útsýnið fyrir ferðafólk og þeim sem fara eftir veginum upp að Flúðum. Trén voru gróðursett um leið og vegurinn var malbikaður í samvinnu við Skógræktarfélag Hrunamanna, Vegagerðina og bændur“, segir Sigurður. „Þegar öspin eru orðin laufguð þá lokar hún eiginlega alveg fyrir útsýnið frá veginum þannig að það varð úr að við tækjum aðra hverja ösp til að opna fyrir það,“ segir hann. Sigurður hefur ræktað skóg á jörð sinni í tugi ára með góðum árangri. Hann er þó ekki sáttur við stjórnvöld sem hann segir hafa lítinn áhuga á bændaskógrækt og annari skógrækt í landinu. Hann nefnir líka umhverfissinna í þessu sambandi.Sigurður er ósáttur við umhverfisverndarsinna að sunnan.Vísir/Magnús Hlynur„Ég held að í dag eru umhverfissinnar sem vilja ráða landinu en ekki landeigendur. Ég held að þessi hópur umhverfissinna þurfi að vinna með okkur, ekki á móti okkur, því saman fer þetta ágætlega. Ég held að landeigendurnir séu bestu umhverfissinnarnir í landinu, ekki einhver hópur suður í Reykjavík í 101 sem telur að hann eigi að ráða öllu hér á landi," segir Sigurður. Það er mikill efniviður í öspunum sem Sigurður hefur fellt og er að fella. Þessi efniviður er nú falur öllum áhugasömum sem vilja koma og sækja sér ókeypis stiklinga.
Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira