Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 17:29 Tíst eins og þau sem Trump sendi frá sér í morgun hafa gjarnan komið þegar hann hefur nægan frítíma og glápir á sjónvarpið. Forsetinn hefur verið í fríi í Mar-a-Lago yfir páskana. Vísir/AFP Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29