Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 17:29 Tíst eins og þau sem Trump sendi frá sér í morgun hafa gjarnan komið þegar hann hefur nægan frítíma og glápir á sjónvarpið. Forsetinn hefur verið í fríi í Mar-a-Lago yfir páskana. Vísir/AFP Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29