Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Talað verður við ljóðsmæðurnema í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Einnig fjöllum við um fermingar en metfjöldi fermingarbarna ætlar að fermast borgaralega í ár. Talað er við tvö fermingarbörn og spurt út í ákvörðun þeirra að fermast. Annað þeirra ákvað að fermast borgaralega og hitt í kirkju. 

Einnig fjöllum við um gömlu sundhöllina í Reykjanesbæ en forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann ítrekar að ákvæðum laga hafi verið fylgt í allri ákvarðanatöku og telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa sé mótfallinn fyrirhuguðu niðurrifi.

Að lokum skoðum við aprílgöbb dagsins og athugum hvort einhver hafi látið gabbast og hlaupið fyrsta apríl.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan 18:30.


Tengdar fréttir

Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár

Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna.

Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf

Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×