Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2018 18:45 Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira