Innlent

Eyddu tveimur sprengjum við Keflavíkurflugvöll

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hlutirnir fundust skammt frá Keflavíkurflugvelli.
Hlutirnir fundust skammt frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/ANton
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi tveimur sprengjum í gær er fundist höfðu skammt frá athafnasvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Aðgerðir á vettvangi tóku alls um 50 mínútur, ef marka má skeyti Landhelgisgæslunnar. Sprengjusveitin byrjaði á því að tryggja ósprungnu skotfærin tvö um klukkan 20:30 í gærkvöldi.

Því næst var hlutunum eytt, í samráði við lögreglu og flugturn á Keflavíkurflugvelli. Það var gert með tveimur aðskildum sprengjum að sögn Landhelgisgæslunnar.

Aðgerðum og frágangi var svo lokið um klukkan 21:20 en þá hélt viðbragðsteymi sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×