Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar, lýsir helstu niðurstöðum skýrslunnar á kynningunni sem hefst kl. 14:00. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, afhendir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, fyrsta eintak skýrslunnar.
Þetta er í þriðja skiptið sem vísindanefnd skilar skýrslu um áhrif loftslagsbreytingar á Íslandi fyrir umhverfisráðuneytið. Sú síðasta kom út árið 2008 en sú fyrsta árið 2001. Fulltrúar frá Veðurstofunni, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hafrannsóknarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands áttu sæti í nefndinni.
Í skýrslunni er meðal annars fjallað ítarlega um súrnun sjávar, breytingar á sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga á náttúruvá, samfélagslega innviði og nauðsynlega aðlögun vegna þessa. Þá eru í henni að finna uppfærðar tölur um hlýnun síðustu áratuga á landinu og áhrif hennar á náttúrufar á landi og í hafinu.