Milljarður í sekt eftir að hafa valdið skógareldi með kynafhjúpunarsprengju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 10:45 Tilkomumikið en örlagaríkt. Mynd/Skjáskot Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu. Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu.
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira