Innlent

Leita eldri karlmanns í Árbænum sem lýst er eftir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun
Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun Vísir/Vilhelm
Uppfært klukkan 11.45: Leitin bar árangur og fannst Páll heill á húfi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Páli Þorsteinssyni, sem er fæddur árið 1943, til heimilis í Árbæ í Reykjavík. Talið er að hann sé klæddur í ljósar buxur, bláa peysu, brúnan, síðan leðurjakka og dökka strigaskó með hvítum sóla. Páll, sem er um 173-175 sm á hæð, gæti verið með bláa húfu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Páls, eða vita hvar hann er að finna eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.

Lögregla lýsir eftir Páli.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan átta í morgun vegna leitar að Páli í Árbænum.

Kallaðir voru út leitarflokkar, leitarhundar og sporhundur. Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun og leita nú á stóru svæði í Árbænum um tuttugu hópum.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem leitað var að fundinn

Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun og leituðu þeir á stóru svæði í Árbænum um tuttugu hópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×