Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þurfti lögregla meðal annars að ferja farþega sem millilenti hér á landi í hjólastól um fugstöðina þar sem honum var meinað að halda ferð sinni áfram en stóð ekki í fæturna sökum ölvunar.
Vegna slæmrar hegðunar mannsins varð að handtaka hann og færa á lögreglustöð. Er þetta í annað skiptið á fáeinum dögum sem þessi sami maður kemur við sögu lögreglu í flugstöðinni af sömu ástæðum.
Annar farþegi á leið til Póllands komst ekki lengra en í brottfararsal þar sem hann sofnaði á bekk við útgönguhlið.
Þá gekk erlend kona á einstefnuhlið í töskusal og datt. Þrennt var handtekið í flugstöðinni sem ýmist missti af flugi eða var vísað frá sökum ölvunar.
Lögregla önnum kafin vegna ölvunar farþega í Leifsstöð
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
