Íbúðalánasjóður gæti gjaldfellt lán leigufélaga verði þau uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2018 15:15 Starfsemi leigufélaga á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið er langt því frá óumdeild en félögin eru bæði stórtæk á leigumarkaðnum og hafa hagnast mikið á útleigu íbúða. vísir/vilhelm Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði. Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Íbúðalánasjóður sendi tuttugu leigufélögum bréf í liðinni viku þar sem kallað var eftir svörum um hvernig skilyrðum reglugerðar um lán sjóðsins séu uppfyllt. Félögin eru öll með sérstök leiguíbúðalán frá frá sjóðnum en í bréfinu sem sjóðurinn hefur sent er jafnframt kallað eftir upplýsingum um verðlagningu leiguíbúða í þeirra eigu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn hafi, eins og aðrir, fylgst með þróuninni á leigumarkaði en eins og fjallað hefur verið um hefur leiguverð hækkað mikið undanfarin ár. Þannig fjallaði Kjarninn um það í fréttaskýringu fyrir helgi hvernig ríkið, í gegnum Íbúðalánasjóð, væri stærsti lánveitandi leigufélagsins Heimavalla en starfsemi félagsins er langt því frá óumdeild. Heimavellir eiga um 2000 íbúðir sem leigðar eru út og hefur hagnast mikið á leigunni á sama tíma og mikill húsnæðisskortur hefur verið nánast um allt land. Sjá einnig:Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana „Við viljum bara ganga úr skugga um það að þær reglur sem gilda um þau lán sem sjóðurinn hefur veitt, að sé ekki verið að brjóta þær, því þarna eru vissulega félög sem hafa verið í fréttum sem eru með lán hjá sjóðnum,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Spurð að því hvernig reglurnar séu segir Anna að þeim félögum sem fá þessi lán sé óheimilt að ráðstafa arði út úr félaginu. Þá eigi þau að haga rekstrinum sínum á sem hagkvæmastan hátt og með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. „Í því felst í raun og veru að það er ekki heimilt að ákvarða leigu eins hátt og mögulegt er. Það verður að gæta hófs í því,“ segir Anna.En hvað gerist ef leigufélögin verða uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum? „Ef við komumst að því að félögin eru ekki að fara eftir reglum þá gefum við þeim fyrst kost á að bæta þar úr en annars er heimild sjóðsins að hreinlega gjaldfella lánið,“ segir Anna. Tilkynningu Íbúðalánasjóðs vegna málsins má sjá hér.Uppfært klukkan 15:36:Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ranglega var farið með upplýsingar um hækkanir á leigu hjá Almenna leigufélaginu.Sagt var að leiga á íbúð hefði farið úr 105 þúsund krónum í 170 þúsund krónur, samkvæmt tölvupósti frá félaginu til leigutaka, en samkvæmt upplýsingum frá Almenna leigufélaginu urðu mannleg mistök þegar upphæðin var slegin inn í póstinn þar sem leiguverð fyrir viðkomandi íbúð nam 115 þúsund krónum með verðbótum og var verðið hækkað í 145 þúsund við gerð nýs samnings árið 2018.Að auki vill Almenna leigufélagið koma því á framfæri að það er ekki lántaki hjá Íbúðalánasjóði.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00