Vonast til að það dragi til tíðinda í kjaradeilu ljósmæðra í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 08:49 Fundurinn hófst klukkan níu í morgun Vísir/Vilhelm Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30